Uppskrift Spænsk eggjakaka

2
Til baka

Lýsing

Innihaldslýsing

  • 300 g Gullauga kartöflur
  • 1 laukur
  • ólífuolía
  • 5 egg
  • Salt og svartur pipar

Aðferð

  1. Skrælið kartöflurnar og skerið í ca. 3mm skífur.
  2. Skrælið laukinn og skerið í þunnar sneiðar. Setjið 3 msk af ólífuolíu á meðalstóra tefflon pönnu á meðalhita og setjið laukinn og kartöflurnar á pönnuna.
  3. Lækkið hitann á pönnunni þannig að það sé vægur hiti á pönnunni og eldið í 25-30 mínútur eða þar til að laukurinn er orðinn gylltur og kartöflusneiðarnar gegnum eldaðar. Reynið að hræra ekki of mikið í kartöflunum til þess að forðast að eyðileggja sneiðarnar.
  4. Brjótið eggin í skál, kryddið með smá salt og svörtum muldum pipar og hrærið saman með gaffli.
  5. Þegar laukurinn og kartöflurnar eru gegnum eldaðar er pannan tekin af hitanum og kartöflunum og lauknum bætt varlega út í eggjamassann og blandað létt. Blandan er svo sett aftur á pönnuna á lágan hita og eldað í um 20 mínútur eða þar til að það er nánast ekkert fljótandi egg á yfirborðinu.
  6. Setjið disk á pönnuna þannig að hún loki pönnunni. Haldið disknum á pönnunni og hvolfið þannig að bakan falli á diskinn. Komið bökunni aftur á pönnuna þannig að hliðin sem snéri upp á pönnunni snú nú niður. Eldið í 5 mínútur í viðbót eða þar til að bakan er orðin gyllt og elduð í gegn.
  7. Veltið bökunni yfir á þann disk eða bretti sem á að bera þetta fram á.