Stefnur
Gæðastefna
Einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi Þykkvabæjar eru gæði og öryggi matvæla. Í Þykkvabæjar er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á HACCP aðferðafræðinni sem er mikilvægur þáttur í að stuðla að góðum starfsháttum og öryggi matvæla, sem og að ná þeim markmiðum sem fyrirtækið setur sér, en þau eru:
- Fylgja skal lögum og reglum og uppfylla opinberar kröfur sem gilda um reksturinn hverju sinni til að tryggja gæði og öryggi matvæla.
- Ávallt skal framleiða gæðavöru úr úrvals hráefnum. Mikið er lagt upp úr að framleiðslan sé alltaf eins til að tryggja stöðugleika og öryggi matvæla. Framleiðsluvörur fyrirtækisins skulu ætíð uppfylla væntingar viðskiptavina.
- Ávallt skulu góðir starfshættir viðhafðir og skal meðferð hráefna og vörumeðferð öll vera í samræmi við best þekktu aðferðir á hverjum tíma.
- Þátttaka og skilningur starfsfólks er mikilvægur þáttur í að viðhalda og bæta gæðakerfi fyrirtækisins. Allir starfsmenn fá viðeigandi þjálfun og fræðslu þannig að þeir þekki og skilji gæðastefnuna og fylgi henni í starfi sínu.