Greiðsluskilmálar

Þykkvabæjar ehf – Reikningsnúmer: 0546-26-11540 – Kt. 680981-1919 – VSK númer: 04814

AFHENDING VÖRU

Þegar verslað er á heimasíðu Þykkvabæjar ehf er hægt að velja á milli þess að sækja vöruna í Austurhraun 5 Garðabæ eða að fá hana senda. Boðið er upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu þegar keypt er fyrir meira en 16.000 m/vsk. annars er innheimt 3.000kr sendingargjald.

Á virkum dögum eru sendingar keyrðar út á milli 7:00 og 15:00.

Afgreiðsla Þykkvabæjar ehf Austurhrauni 5 er opin á milli 8:00 og 15:00 á virkum dögum. Pantanir verða að vera sóttar á opnunartíma. Lokað er um helgar.

REIKNINGSVIÐSKIPTI

Hafi verið samið um annan greiðslumáta en staðgreiðslu eða greiðslur með greiðslukorti skal Þykkvabæjar senda út reikning fyrir selda vöru. Gjalddagi reiknings fer eftir viðskiptaskilmálum á milli Þykkvabæjar og viðskipavina sinna. Reiknast dráttarvextir á reikninga sem greiddir eru eftir eindaga í samræmi við lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Við vanskil reikninga reiknast dráttarvextir frá eindaga til greiðsludags.

Ef reikningar eru ekki greiddir 10 dögum eftir eindaga fara kröfurnar sjálfkrafa til Inkasso til innheimtu með tilheyrandi kostnaði. Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast til Þykkvabæjar innan 10 daga frá útgáfudegi reiknings. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings er viðskiptamanni einungis heimilt að bíða með greiðslu á þeirri fjárhæð sem raunverulegur ágreiningur er um.

VERÐ

Öll verð á síðunni eru uppgefin í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð á netinu geta breyst án fyrirvara.

SKILA – OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR

Enginn skila- og endurgreiðsluréttur er á vörunum. En komi upp galli á vörunum er hvert mál skoðað fyrir sig.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

LÖG OG VARNARÞING

Skilmála þessa ber að túlka samkvæmt íslenskum lögum. Ef kemur upp ágreiningur milli kaupenda og seljanda vegna skilmála Þykkvabæjar ehf, verður málinu vísað til íslenskra dómstóla.