Uppskrift Brúnaðar kartöflur

3-5
Til baka

Lýsing

Innihaldslýsing

1 kg Þykkvabæjar Skyndikartöflur

300 g Sykur

50 g Smjör eða smjörlíki

1 dl Rjómi

 

Aðferð

  1. Tæmið forsoðnu skyndi kartöflurnar úr pokunum og sigtið vökvann frá sem gæti verið í pokanum.
  2. Setjið sykur á pönnu ásamt smjöri eða smjörlíki og hitið pönnuna.
  3. Þegar smjörið eða smjörlíkið er bráðið, er hrært í þannig að það blandist vel sykrinum.
  4. Þegar sykurbráðin er orðin vel gyllt og sykurinn uppleystur/bráðinn er kartöflunum bætt út í.
  5. Hrært saman við sykurinn í smá tíma.
  6. Rjómanum er bætt út í  og hrært í og hitað þar til að kartöflurnar eru orðnar heitar í gegn og þær fallega brúnaðar