Uppskrift Besta kartöflu­músin

4-6
Til baka

Lýsing

Innihaldslýsing

 • 1,6 kg Gullauga kartöflur
 • 120 g smjör
 • 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 1/2 bolli rifinn parmesan ostur
 • ½ bolli söxuð fersk steinselja
 • 1 bolli mjólk
 • ½ bolli rjómi
 • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

 1. Takið hýðið af kartöflunum. Sjóðið þær í 20 mín eða þar til að þær eru orðnar meyrar. Kartöflurnar eiga að vera mjúkar en ekki þannig að þær detti í sundur við minnstu snertingu.
 2. Merjið kartöflurnar í gegnum vírsigti og haldið til hliðar.
 3. Bræðið smjörið yfir meðalhita á pönnu. Þegar smjörið er bráðnað og byrjað að freyða er hvítlauknum bætt við. Kartöflumaukinu er bætt við ásamt söxuðu steinseljunni og parmesan ostinum og blandað með sleif við smjörið. Bætið mjólkinni og rjómanum saman við og blandið með sleif þar til góðri samlögun er náð.
 4. Smakkið til með salti og pipar.