Kramdar kartöflur

Hráefni

Gullauga kartöflur
Ólífuolía
Maldon salt
Pipar (mulinn)
Ferskt timian

Aðferð:

Sjóðið kartöflurnar til þær eru mjúkar(ca.15 mínútur).
Setjið ólífuolíu á bökunarplötu og dreifið lauslega úr henni yfir plötuna.
Takið kartöflurnar úr pottinum án þess að skræla og raðið þeim á plötuna – hafið gott bil á milli þeirra.
Takið kartöflustappara, flatan spaða eða annað áhald og klessið kartöflunar niður. Ekki samt klessa þær alveg í mauk, heldur látið þær líkjast stórum, grófum klöttum.
Takið ólífuolíu og penslið hverja kartöflu vel með olíunni.
Dreifið vel af Maldon salti og fersku timian yfir kartöflurnar og piprið að lokum.
Setjið karftöflurnar inn í 200° heitan ofn og bakið í 20 – 25 mínútur eða þar til þær eru gullnar og stökkar.

Nýlegar uppskriftir